Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi verða með fund í kvöld og annað kvöld í fundarröðinni „Í framsætinu“. Í kvöld kl. 20:00 verður fundur á Hótel Ísafirði þar sem Sturla Böðvarsson verður með framsögu, síðan verður boðið upp á almennar umræður og mun ráðherra ásamt frambjóðandanum Einari K. Guðfinnssyni sitja fyrir svörum. Annað kvöld á sama tíma verður haldinn fundur í Félagsheimilinu á Patreksfirði.
Í dag hefur samgönguráðherra verið á Vestfjörðum í fyrirtækjaheimsóknum, þar sem hann hefur m.a. rætt við starfsfólk Fiskvinnslunnar Íslandssögu á Suðureyri. Seinna í dag eða kl. 17.00 verður hann viðstaddur opnun kosningaskrifstofu á Ísafirði, en hún verður til húsa í verslunarmiðstöðinni Neistanum við Hafnarstræti. Morgundagurinn verður með svipuðu sniði þar sem ráðherra mun heimsækja starfsmenn fyrirtækja.