Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi bjóða til fundar um samgöngumál undir yfirskriftinni „Í framsætinu“ á Kaffi Krók á Sauðárkróki í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 20.00
Á fundinum verða frambjóðendurnir Sturla Böðvarsson, Einar Kristinn Guðfinnsson og Adolf H. Berndsen. Fyrirkomulag fundarins er þannig að í upphafi er framsöguerindi samgönguráðherra um samgöngumálin almennt, hvað hefur áunnist og hvað er framundan. Að því loknu verða almennar umræður.