Í gærkvöldi hélt samgönguráðherra góðan fund á Krákunni í Grundarfirði. Margt bar á góma s.s. sjávarútvegsmál, samgöngumál og hæst bar umræðan um hvíldartíma ökumanna. Í dag var litið við á nokkrum vinnustöðum bæjarins.  Í heimsókn hjá Þórði Magnússyni mótorhjólaeiganda með meiru var þess krafist að ráðherran stillti sér upp á nýja fákinum sem stendur í kjallaranum. Áhugavert var að koma t.d. í Alta-útibúið í Grundarfirði en þar starfa tveir ráðgjafar að málefnum á landsvísu s.s. við að skipuleggja og leiða íbúaþing sem fram hafa farið á Ísafirði, í Bolungarvík og í Vestmannaeyjum. Alta-útibúið er skýrt dæmi um vel heppnað fjarvinnslufyrirtæki þar sem starfsmönnum gefst kostur á að búa úti á landsbyggðinni.