Ég lagði fram eftirfarandi fyrirspurn til iðnaðarráðherra um sjávarfallavirkjanir.

    1.      Hyggst ráðuneytið móta stefnu um virkjun sjávarfalla við Ísland?
    2.      Liggja fyrir einhverjar rannsóknir á vegum opinberra aðila um kosti og hagkvæmni sjávarfallavirkjana við Ísland?
    3.      Hyggst ráðuneytið beita sér fyrir stuðningi við þá sem metið hafa virkjunarkosti sjávarfalla í Breiðafirði?