Fyrr í kvöld lenti á Egilsstaðaflugvelli þota þýska flugfélagsins LTU´. Þar með er hafinn nýr kafli í samgöngusögu þjóðarinnar, er hafið er reglubundið áætlunarflugvöll á þennan flugvöll. Samgönguráðherra tók á móti vélinni og flutti ávarp við það tækifæri.
Ágætu gestir!

Hér er stórum áfanga náð – og vil ég óska ykkur öllum innilega til hamingju með daginn! Vonandi verður 7. júní einn af þeim dögum sem skráðir verða á spjöld íslenskrar ferðamálasögu. Dagurinn þegar millilandaflug hófst til Egilsstaðaflugvallar fyrir milligöngu ferðaþjónustufyrirtækja og Ferðamálaráðs.

Ladies and gentlemen! – This flight here tonight is very important for the history of Icelandic tourism. The East-fjords are now a step ahead of other parts of the country, with a direct connection to Europe – by sea with the ferry Norræna and by air with LTU – international airways!

It took a joint effort to make the LTU-flight here possible and I wish to thank you all.

Undirbúningshópurinn hefur staðið vel að verki og náð lendingu í orðsins fyllstu merkingu. Sexmenningarnir sem skipuðu þennan hóp hafa gengið hér fagmannlega til verks eins og nauðsynlegt er við svo vandasamt verkefni. Verður starf hópsins án efa haft að leiðarljósi þegar aðrir fara að huga að því að ná slíkum áfanga

Ég vil sérstaklega þakka ferðamálastjóra og ekki síst fyrrum formanni Ferðamálaráðs, Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra, fyrir þann áhuga sem hann sýndi málinu frá upphafi og fyrir að kynna þetta brýna verkefni fyrir Markaðsráði ferðaþjónustunnar með þeim árangri sem við sjáum hér í kvöld.

Beint flug til Egilsstaða skiptir ferðaþjónustuna miklu máli og einnig rekstur flugvallarins hér. Auknir flutningar um völlinn skapar störf og eykur viðskipti á mörgum sviðum. Þótt við fögnum núna þá er vissulega mikið starf framundan til að tryggja að þessi nýja flugleið haldist opin. Ekkert er gefið í þessu efni, það hefur sagan sýnt okkur. Mikið mun mæða á þeim sem hér starfa að ferðamálum en ekki reynir síður á að Austfirðingar notfæri sér þessa viðbót í samgöngumálum.

Sem ráðherra ferðamála vil ég endurtaka hamingjuóskir mínar til íslenskrar ferðaþjónustu og til ykkar allra sem hér eru. Ég vænti þess að þessi nýja flugleið geti orðið vísir að enn frekara samstarfi milli Íslands og Þýskalands á sviði ferðaþjónustu!

I want to thank the directors of LTU for believing in this new connection. I do hope that this will become something that will make the tourism here in the East florish more than ever – and us all proud in the years to come.

May good fortune be with this flight – and with LTU airways all over the world!!