Sturla afhenti þremur stigahæstu ungmennunum í SAGA ökuritaverkefninu verðlaun.

18 ára stúlka úr Vogum, Tinna Guðrún Lúðvíksdóttir, stóð sig best í nokkurs konar góðaksturskeppni, sem VÍS hefur staðið fyrir. Tinna hreppti að launum ferð í ökuskóla BMW í Þýskalandi. Stefán Smári Jónsson, 17 ára, frá Egilsstöðum varð í öðru sæti og Hrannar Freyr Hallgrímsson, 19 ára, úr Kópavogi í því þriðja.

SAGA ökuritinn, sem er hannaður og smíðaður af ND á Íslandi, skráir nákvæmlega akstursleiðir og ökuhraða og sýnir hvar og hvenær er farið yfir hámarkshraða eða gefið snöggt í, hemlað harkalega eða farið glannaleg í beygjur. Ökuritanum var komið fyrir í bílum ungmennanna og síðan fylgst nákvæmlega með akstri þeirra í þrjá mánuði, frá 15. júlí til 15. október. Þrátt fyrir misjafnt aksturslag fór helmingur hópsins aldrei upp fyrir 100 km hraða á klst. en fyrrnefndir þrír ökumenn þóttu þó skara fram úr hvað varðar gott aksturslag.
Sturla ásamt vinningshafanum Tinnu Lúðvíksdóttur og Ragnheiði Davíðsdóttur upplýsinga- og forvarnarfulltrúa VÍS

Sturla, Tinna, Ragnheiður, Stefán Smári Jónsson og Hrannar Freyr Hallgrímsson