Sturla hélt almennan fund um samgöngumál í Ólafsvík s.l. mánudagskvöld og í Búðardal í gærkvöld, þriðjudagskvöld. Báðir voru fundirnir vel sóttir, málefnalegir og urðu líflegar og skemmtilegar umræður að loknu framsöguerindi Sturlu. Vissulega var helst rætt um samgöngumál, í víðasta skilningi þess, en þó ekki síður um sjávarútvegsmál – sérstaklega í Ólafsvík.
Í Búðardal var nokkur umræða um framtíð heilsugæslunnar og atvinnumál.