Fyrr í dag komu til landsins góðir gestir frá Grænlandi, Jónatan Motzfeldt formaður landsstjórnarinnar, Steffen Ulrich-Lynge, landsstjórnarmeðlimur, og embættismenn. Þeir eru hingað komnir til að verða samferða samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni, ásamt föruneyti héðan að heima í ferð til Skoresbysunds á austur-Grænlandi á morgun, föstudag.