Samgönguráðherra hefur kynnt minnisblað í ríkisstjórn um Hafnaáætlun fyrir árin 2001 – 2004. Minnisblaðið fer hér á eftir, auk minnisblaðs frá Siglingastofnun sem kynnt var samhliða þessu.
Efni: Hafnaáætlun 2001-2004

Undanfarið hefur hafnaáætlun 2001-2004 og sjóvarnaáætlun 2001-2004 verið til meðferðar hjá samgöngunefnd Alþingis. Eru báðar áætlanirnar óafgreiddar úr nefndinni. Þrjú mál eru nefnd í þessu minnisblaði, sem lagt er til að breytt verði frá fyrirliggjandi tillögu. Jafnframt er meðfylgjandi minnisblaði frá Siglingastofnun, dags. 10. maí 2000, þar sem gerð er grein fyrir nokkrum breytingum til viðbótar.

Vopnafjörður:
Sú breyting er lögð til á áður samþykkta framkvæmd við höfnina á Vopnafirði að grjótvarnargarður verði gerður milli Miðhólma og Skipshólma og ný innsigling verði gerð innan við Skipshólma. Allir sem að málinu hafa komið eru sammmála því að hér sé um verulega betri leið að ræða en sú sem áður hafði verið ráðgerð. Kostnaður við eldri leið var áætlaður 511,5 mkr., en þetta nýja skipulag hafnarmannvirkjanna mun kosta nokkuð meira eða 632,3 mkr. Mismunurinn er 121 mkr. Gerðar eru tilfærslur á móti á hafnaáætlun 2001-2004 en fjárveitingar verði óbreyttar og skipting milli ára sú sama.

Reyðarfjörður – álvershöfn:
Stóriðjuhöfn við Reyðarfjörð, heildarkostnaður áætlaður um 1.090 mkr. Kostnaður við þann hluta framkvæmda sem telst styrkhæfur samkvæmt hafnalögum er 754,5 mkr. Hluti ríkisins af þeirri upphæð er 466,5 mkr. Mál þetta hefur áður verið kynnt í ríkisstjórn.

Vestmannaeyjar:
Ljóst er að miklar blikur hafa verið á lofti í atvinnumálum í Vestmannaeyjum. Efling skipaiðnaðar í Eyjum er einn þeirra möguleika sem sem til greina koma til eflingar atvinnulífs á staðnum. Núverandi skipalyfta er hins vegar ófullnægjandi. Lagt er til að heimilt verði að styrkja byggingu þurrkvíar í Vestmannaeyjum í samræmi við ákvæði hafnalaga. Um er að ræða 54 mkr. á ári í fjögur ár. Gera verður ráð fyrir styrkur komi fyrst á öðru ári hafnaáætlunar 2001-2004. Fjórða og síðasta greiðslan er áætluð árið 2005, en hafnaáætlun nær ekki til þess árs.

******
Hér fer á eftir minnisblað frá Siglingastofnun sem fylgdi minnisblaðinu hér að ofan:

Varðar: Hafna- og sjóvarnaáætlun, breytingar sem rætt hefur verið um á fundum með samgönguráðuneyti og samgöngunefnd.
Hafnaáætlun, breytingartillögur

 Ísafjarðarbær.
Flateyri, uppsátri fyrir smábáta bætt inn 2001 (3,4 millj.). Dregið úr framkvæmdum á Ísafirði á móti og þær færðar til. Óbreyttar fjárveitingar.
 Súðavík.
Færðar til framkvæmdir. Veitir heimild til að byrja á skjólgarði á undan viðlegubryggju. Óbreyttar fjárveitingar.
 Hafnasamlag Norðurlands.
Á Akureyri er bætt inn undirbúningsframkvæmdum vegna stálþils við Strýtu, 8,1 m.kr. árið 2003. Á móti lækkar og breytist framkvæmdin “Tangabryggja lengd, Sverrisbryggja rifin, stálþil (30 m), “ í “Sverrisbryggja rifin, bryggja fyrir fóðurskip (20 m)” (Ath: Mál þetta var rætt þegar fulltrúar Siglingastofnunar mættu á fund samgöngunefndar þ. 28.03.2001)
 Vopnafjörður.
Felldar út fjórar framkvæmdir (skjólgarður sunnan Ásgarðs og tengibraut Miðbryggja – Lýsisbryggja árið 2002, brimvarnargarður út í Miðhólma og þaðan í átt að Húkk árið 2003 og Miðbryggja lagfærð árið 2004). Ríkishluti í þessum framkvæmdum öllum 189,7 millj.kr. Á móti verði farið í dýpkun siglingarleiðar innan hólma. Fjárveitingar verði óbreyttar og skipting milli ára sú sama. (Sjá minnisbl. og teikningu)
 Seyðisfjörður.
Unnið er að gerð samnings við hafnarsjóð Seyðisfjarðar og Smiril Line um þáttöku ríksisjóðs í kostnaði vegna nýrrar ferjuaðstöðu og önnur atriði vegna nýrrar ferjuhafnar sbr. 8.21 í 7. gr. fjárlaga ársins 2001. Ekki er á þessu stigi ljóst hvernig fjármögnun verður háttað. Tillaga um það verður gerð í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2002.
 Fjarðabyggð.
Stóriðjuhöfn við Reyðarfjörð, heildarkostnaður áætlaður um 1090 millj. Kostnaður við þann hluta framkvæmda við þann hluta framkvæmda sem telst styrkhæfur samkvæmt hafnalögum er 754,5 millj., hluti ríkisins af þeirri upphæð er 466,5 millj.
 Vestmannaeyjar.
Þurrkví við hlið skipalyftunnar á Eiðinu. Heildarkostnaður samkvæmt upplýsingum heimamanna áætlaður 360 millj., hlutur ríkisins er 60% eða 216 millj. sem gert er ráð fyrir að greiða með fjórum jöfnum greiðslum á árunum 2002 til 2005. Þannig koma til greiðslu úr ríkissjóði á áætlunartímabilinu 162 millj.
 Þorlákshöfn.
Dýpkun í innsiglingu og höfn, viðhaldsdýpkun 2004. Leiðrétt innsláttarvilla, styrkhæfni á að vera 75% í stað 60%. Leiðir af sér hækkun á ríkishluta 1,6 millj.kr.
 Sandgerði.
Vísað er til bréfs Sandgerðisbæjar til samgöngunefndar dags.02.03.2001 og minnisblaðs Siglingastofnunar frá 30.04.2001. Inn kemur nýtt verkefni “Suðurgarður styrking” 20 m.kr. Á móti er eru aðrar framkvæmdir færðar aftar og lækkaðar sem þessu nemur sbr. minnisblaðið. (Ath: Mál þetta var rætt þegar fulltrúar Siglingastofnunar mættu á fund samgöngunefndar þ. 28.03.2001)

Sjóvarnaáætlun, breytingartillögur:
 Fjarðabyggð.
Eskifjörður, sjóvörn við Mjóeyri, árið 2001. Til er ónotuð fjárveiting 1,5 millj.kr. í þessa framkvæmd.
 Vestmannaeyjabær.
Sjóvörn við Eiðið, endurröðun og styrking, árið 2003 (2 millj.kr.) og 2004 (1,5 millj.kr.) Óskipt fjárveiting lækki á móti.
 Grindavík.
Fjárveitingar sem áætlaðar voru á árunum 2003 og 2004 er fluttar fram til ársins 2002 þar sem ljóst er að hagkvæmt er að vinna þessi verk samhliða byggingu brimvarnargarðanna. Sjá nánar bréf samgöngunefndar frá 21. febrúar 2001.
 Hafnarfjörður.
Hvaleyri, undirbúningur/ mat umhverfisáhrifa, árið 2001. Til er ónotuð fjárveiting 0,5 millj.kr. í þetta verkefni.
 Gerðahreppur.
Hólmsvöllur Leiru, á árinu 2001 bætist við lokauppgjör vegna framkvæmda fyrri ára 2,8 millj. kr. fjárveiting samkvæmt ákvörðun við afgreiðslu fjárlaga.
 Óskipt fjárveiting lækki árið 2003 1,8 millj.kr og árið 2004 1,3 millj.kr. á móti framkvæmd í Vestmannaeyjum. Heildarfjárveitingar því óbreyttar.