Tilboð í tvöföldun Vesturlandsvegar (Hringvegur 1) frá gatnamótum Víkurvegar að Skarhólabraut, 3,5 km kafli, voru opnuð 21. júní 2004.

Að hluta til er um um að ræða nýjan veg með tveimur aðskildum akbrautum og að hluta nýja akbraut meðfram núverandi vegi. Gerð verða tvö ný hringtorg, tvær nýjar vegbrýr og ein göngubrú á Úlfarsá. Áætlað er að verkinu verði lokið 15. október 2005.

Lægsta tilboð barst frá Jarðvélum ehf. Kópavogi, en það er töluvert lægra en áætlaður verktakakostnaður. Eftirfarandi aðilar sendu inn tilboð:




















































Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.

Ístak hf., Reykjavík

773.214.823

105,9

197.316

Loftorka Reykjavík ehf. og Suðurverk hf.

765.284.151

104,8

189.386

Klæðning ehf., Kópavogi

756.557.210

103,6

180.659

Áætlaður verktakakostnaður

730.000.000

100

154.102

Háfell ehf. og Eykt ehf., Reykjavík

723.000.000

99

147.102

Verktakar Magni ehf., Kópavogi

625.173.320

85,6

49.275

K.N.H. ehf., Ísafirði

589.656.617

80,8

13.758

Jarðvélar ehf., Kópavogi

575.898.335

78,9
0

Heimild: www.vegagerdin.is