Að öllu jöfnu er ég ekki viðstaddur opnun tilboða í verk sem Vegagerðin hefur boðið út, en í dag var ég viðstaddur opnun tilboða í tvöföldun Reykjanesbrautar.



Fyrsta skóflustungan tekin 11. janúar 2003

Það er ánægjulegt frá því að segja að mjög hagstæð tilboð bárust í verkið. Það lægsta var frá Jarðvélum ehf. og hljóðaði upp rúmar 1.175 milljónir sem eru rúm 75% af kostnaðaráætlun, næst lægsta tilboðið barst frá Háfelli ehf.

Það er ástæða til að fagna þessum hagstæðu tilboðum því að nú sjái menn fram á að þessari mikilvægu umferðaröryggisframkvæmd verði lokið.

Ég óska Reyknesingum og öllum þeim sem um brautina fara til hamingju og vona að þessi hluti tvöföldunarinnar gangi jafn vel og sá fyrri.