Davíð Oddson, forsætisráðherra, tók við, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, málverki af Hannesi Hafstein við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag.
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, ávarpaði samkomuna, og rakti aðdraganda þess að Síminn ákvað að færa ríkisstjórninni þessa málverkagjöf. Friðrik Pálsson, afhenti síðan forsætisráðherra verkið, sem tók við því með þökkum og sagði það kærkomna viðbót í stofu Hannesar í Þjðmenningarhúsinu.