Hannes Kristmundsson nýkjörinn Sunnlendingur ársins leit við hjá samgönguráðherra á dögunum og afhenti honum þakkargjöf. Þar segir ,,Minnismerkið við Kögunarhól á Ingólfsfjalli í Ölfusi, sem reist var 19. des., 2006 við 52 krossa, minnir vegfarendur á nauðsyn þess að hugað sé vel að umferðaröryggi á Suðurlandsvegi og öðrum vegum landsins. Merkið og krossarnir eru fyrsti áfangi þess að koma upp varanlegum minnisvarða um þá sem farist hafa á veginum. Krossarnir minna á hversu mikilvægt það er að leita alla leiða til þess að ná hámarksöryggi í umferðinni með tvöföldun og lýsingu vegarins, góðum akstursmáta ökumanna og öruggum ökutækjum”. Undir skjalið rita hjónin Hannes Kristmundsson og Sigurbjörg Gísladóttir, áhugamenn um öruggan Suðurlandsveg.






Sturla Böðvarsson ásamt Hannesi Kristmundssyni