Samgönguráðherra var í dag í Reykholti, en þar var Snorrastofa opnuð í dag við hátíðlega athöfn. Norsku konungshjónin voru við athöfnina ásamt forseta Íslands og ávörpuðu konungur og forseti báðir samkomuna, auk þess að afhjúpa í sameiningu áletrun yfir dyrum Snorrastofu.