Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn á sumardaginn fyrsta, 24. apríl 2008.  Hélt Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, hátíðarræðu við það tilefni og afhenti Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta, en þau voru jafnframt veitt í fyrsta sinn.

Markmiðið með Hátíð Jóns Sigurðssonar er að heiðra minningu Jóns og halda á loft verkum hans og hugsjónum og mun þessi viðburður verða haldin árlega í Jónshúsi á sumardaginn fyrsta.

Forseti Alþingis með Guðjóni Friðrikssyni

Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta eru veitt af Alþingi í minningu starfa Jóns Sigurðssonar í þágu Íslands og Íslendinga. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingi sem hefur unnið verk sem tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þessi verk geta verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála. Árið 2008 nemur verðlaunafjárhæðin 500 þúsundum króna.

Í hátíðarræðu sinni gerði forseti Alþingis að umræðuefni sínu arfleifð Jóns Sigurðssonar og mikilvægi hennar, m.a.  í ljósi umræðna um Ísland og Evrópusambandið. 

Ávarp forseta Alþingis í pdf skjali