Sturla Böðvarsson, frv. forseti Alþingis og ráðherra, flutti ávarp við hátíðarhöld á 17. júní á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, forseta, á Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Í ræðunni minntist m.a. Sturla óbifanlegrar sannfæringar og málatilbúnaðar Jóns Sigurðssonar og samtíðarmanna hans:
„Vert er að minna okkur á að því frelsi sem Jón Sigurðsson og samtíðarmenn hans skópu megum við ekki fórna né láta fara forgörðum í ölduróti heimskreppu eða vegna stundarhagsmuna.“

Sturla gangrýndi ennfremur mjög núverandi ríkisstjórn og hvernig hún ætli sér að  að fórna auðlindum þjóðarinnar fyrir stundarhagsmuni með því að sækja um inngöngu í Evrópusambandið:
„Öllu skal fórnað til að ná því markmiði. Það er gert þegar verst stendur á fyrir okkur. Vilji stjórnvalda virðist standa til þess að draga niður þjóðfána okkar, sem er tákn okkar sem sjálfstæðrar þjóðar, og draga þess í stað að húni fána Evrópusambandsins. Sá fáni mun yfirgnæfa allt hér og skapa óróleika og klofning meðal þjóðarinnar ef fram fer sem horfir.  Gegn því verðum við að berjast og tryggja  hagsmuni okkar, ekki síst þeirra sem lifa af því sem landið gefur, í sjávarbyggðum og sveitum landsins.“

Sturla minnti einnig á að innviðir samfélagsins væru sterkir og þjóðin væri vel menntuð og þess vegna gæti þjóðin brotist út úr þeim vanda sem hún glímir við um þessi misseri.

Ræðuna má nálgast hér.