Mjög góð fundarsókn var á fund ráðherra í félagsheimilinu á Patreksfirði í gærkvöld, eða hátt í eitthundrað manns.
Ráðherra var á ferð um suðurfirði Vestfjarða í gær, fimmtudag, með þingmönnunum Einar Kr. Guðfinnssyni og Einar Oddi Kristjánssyni undir styrkri stjórn Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns á Patreksfirði. Helstu fyrirtæki voru heimsótt, svo sem Rækjuver á Bíldudal, Þórsberg á Tálknafirði og Oddi á Patreksfirði. Þá var ekið inn ströndina og tekið hús í Flókalundi, en þar er nú unnið hörðum höndum að endurbótum á staðnum.

Heimsókninni vestur lauk, eins og fyrr segir, með fjölmennum fundi í félagsheimilinu á Patreksfirði. Ráðherra fór yfir helstu málaflokka samgönguráðuneytisins en tók síðan við fyrirspurnum úr sal. Ljóst var á málflutningi fundarmanna að vegamálin brenna mjög á fólki. Fagnað var áætlun um jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar en minni fögnuður var með snjómokstursmál og veginn inn eftir ströndinni.