Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opnaði í gær heimasíðu St.Franciskusspítala http://www.sfs.is.  

Við opnunina áréttaði Sturla m.a. gildi þess fyrir stofnanir að auðvelda þeim sem þjónustunnar njóta aðgang að upplýsingum og fátt væri betur til þess fallið en heimasíða á Netinu.

Framkvæmdastjóri spítalans, Róbert Jörgensen, sagði við sama tilefni að vaxandi þörf fyrir heimasíðu hafi verið að skapast undanfarin ár. Stærri og stærri hópur sjúklinga sem sækja þjónustu til spítalans leiti eftir upplýsingum á Netinu. Hann sagði markmið um gerð heimasíðu hafa komið inn í framtíðarsýn stjórnenda stofnunarinnar við gerð síðustu endurskoðunar á stefnumótun fyrir starfið á St.Franciskusspítala.

Markmiðið hefur nú náðst, öllum til hagsbóta, og ber ekki síst að þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sem komu að efnisöflun síðunnar.

Sturla Böðvarsson opnar formlega síðuna

Starfmenn og aðrir gestir við opnun heimasíðunnar

Róbert Jörgensen framkvæmdastjóri spítalans ávarpar gesti

 

 
St. Petra, St. Lucile og St. Antonia