Sturla Böðvarsson ráðherra ferðamála fer víða um kjördæmið og gefst þá gjarnan tækifæri á að skoða sig um og líta á möguleika ferðaþjónustunnar í landinu. Í dag heimsóttu Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Einar Oddur Kristjánsson formaður ferðamálaráðs og fulltrúar samgönguráðuneytisins heimilisfólkið í Ferjukoti við Hvítá í Borgarfirði. Í Ferjukoti eru einstakar minjar um laxveiðar sem voru stundaðar sem hefur verið stundaður sem stór atvinnuvegur í gegnum tíðina við Hvítá. Veðrið lék við gesti og heimafólk í Borgarfirðinum í dag eins og myndirnar bera með sér.