Ráðherra bauð nýjan forstjóra Íslandspósts hf. velkominn til starfa á hans fyrsta starfsdegi síðastliðinn föstudag.

Stjórn Íslandspósts gekk nýverið frá ráðningu Ingimundar Sigurpálssonar í stöðu forstjóra félagsins. Að því tilefni heimsótti ráðherra starfsstöðvar Íslandspóst og bauð nýjan forstjóra velkominn til starfa.

Ráðherra telur mikinn feng í því að Íslandspóstur njóti krafta Ingimundar til að leiða félagið inn í nýja tíma, enda býr hann að mikilli reynslu, var áður formaður Samtaka atvinnulífsins, forstjóri Eimskipafélags Íslands og bæjarstjóri í Garðabæ.









Andrés Magnússon starfsmannastjóri, Halldór S. Kristjánssonsson, skrifstofustjóri í samgönguráðuneyti, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Ingimundur Sigurpálsson forstjóri,

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Bergþór Ólason aðstoðarmaður ráðherra, Anna Guðmundsdóttir, Anna Katrín Halldórsdóttir, Hörður Jónsson og Tryggvi Þorsteinsson framkvæmdastjóri Íslandspósts.