Samgönguráðherra heimsótti Skagafjörð í vikunni til þess að kynna sér stöðu mála í vegagerð á svæðinu og nýja starfsemi nýrrar árangurs- og eftirlitsdeildar Vegagerðarinnar á Sauðárkróki. Deildin kemur til með að heyra beint undir vegamálastjóra eftir að nýju vegalögin taka gildi.
Í framhaldi af þeirri kynningu hélt ráðherra ásamt Jóni Magnússyni og Brynjari Pálssyni um nýframkvæmdir í nágrenni Sauðárkróks s.s. um Þverárfjall og Skagafjarðarveg. Viggó Jónsson forstöðumaður skíðasvæðisins á Tindastóli tók á móti hópnum með rjúkandi kaffi og kleinum.