Samgönguráðherra eyddi helginni á Nordvesturlandi. Í hádeginu á laugardag var haldinn súpufundur á Kaffi Króki þar sem gestir fjölmenntu og ræddu við ráðherra um málefni samfélagsins á Sauðárkróki og í nágrenni. Um kvöldið var haldið á stórsýninguna ,,Tekið til kostanna“ sem var algjört augnakonfekt fyrir gesti og mikil menningarhátíð hestamanna.
Á laugardag kom samgönguráðherra við á Samgönguminjasafninu og hitti þar staðarhaldara. Áður en fundur hófst á Blönduósi var komið við á Hólum í Hjaltadal þar sem ráðherra og fylgdarlið fékk stórkostlegar móttökur.