Í samantekt á verkefnum samgönguráðuneytisins á yfirstandandi kjörtímabili er getið um helstu fjárframlög, mál sem unnin hafa verið á hverju sviði samgöngumála og drepið á nokkrum verkefnum sem framundan eru. Til framkvæmda og uppbyggingar í samgöngukerfinu samkvæmt samgönguáætlun, sem unnið var eftir, runnu alls kringum 55 milljarðar króna á kjörtímabilinu.
Langstærsti hluti þeirra framlaga er vegna vegakerfisins en til verkefna þar fóru nærri 52 milljarðar króna á verðlagi 2005, þ.e. til nýframkvæmda, viðhalds og þjónustu. Að meðaltali eru það um 13 milljarðar á ári. Til flugmála voru veittir 2,4 milljarðar króna.Til framkvæmda á sviði flugmála hafa runnið um 2,4 milljarðar króna (á verðlagi 2006). Stærstu verkefnin voru endurbætur á aðflugsbúnaði fyrir Akureyrarflugvöll og endurbætur sem  lokið var við á Þingeyrarflugvelli. 

Helstu verkefni samgönguráðherra, 2003-2007 má nálgast hér.