Samgönguráðherra er á ferð um Hólmavík og Skagaströnd í dag, þriðjudag. Í morgun hefur Sturla fundað með sveitarstjóranum á Hólmavík, Ásdísi Leifsdóttur og farið um bæinn með henni. Sjúkrahúsið og heilsugæslan hafa verið heimsótt, starfsstöð Orkubús Vestfjarða, embætti sýslumanns og lögreglustöðin svo og rækjuvinnsla Hólmadrangs.

Síðar í dag verður ráðherra á Skagaströnd.