Samgönguráðherra verður á ferð í Hornafjarðarbæ á fimmtudaginn kemur, 23. mars. Boðað er til almenns fundar um málefni samgönguráðuneytisins á Hótel Höfn um kvöldið kl. 20.30. Fundinum verður skipt í tvennt. Fyrst mun ráðherra fara yfir helstu málaflokka ráðuneytisins og verkefni sem unnið er að, en síðan verða almennar umræður. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir.