Samgönguráðherra afhenti Hríseyingum nýja Hríseyjarferju í dag. Nýja ferjan, sem ber heitið Sævar líkt og fyrirrennarar sínir, fór í sína fyrstu opinberu áætlunarferð í dag mili Árskógssands og Hríseyjar. Samgönguráðherra var með í för og afhenti hann Hríseyingum ferjuna formlega við hátíðlega athöfn. Ferjan er hin glæsilegasta. Hún tekur um 130 farþega, þar af 80 til 100 innandyra í tveimur sölum. Hún getur flutt um 20 tonn af vörum.