Í síðustu viku heimsótti Sturla aðalskrifstofu Ferðamálaráðs Evrópu í Brussel.

Þar átti hann fund með Rob Franklin framkvæmdastjóra Ferðamálaráðsins og nokkrum sérfræðingum á skrifstofunni. Á fundinum voru markaðs- og kynningarmál Ferðamálaráðs Evrópu kynnt fyrir ráðherra og hans fólki.

Í ferð með ráðherra voru Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Jakob Falur Garðarsson fulltrúi ráðuneytisins í Brussel og Magnús Oddsson ferðamálastjóri.