Íslensk menningarkynningin var opnuð í gær við hátíðlega athöfn þar sem samgönguráðherra hélt ávarp, ásamt forsætisráðherra og menntamálaráðherra.
Ástæða þess að samgönguráðuneytið kemur að þessari menningarkynningu í París er sú áhersla sem ráðuneytið leggur á að kynna Ísland sem ferðamannaland sem víðast.

Aðstandendur sýningarinnar eru bjartsýnir á árangur kynningarinnar, enda hafa franskir fjölmiðlar þegar sýnt henni mikinn áhuga.

Á miðvikudag munu svo Icelandair og Ferðamálaráð standa að móttöku fyrir fulltrúa allra helstu ferðaskrifstofa í Frakklandi, sem selja ferðir til Íslands.

Með ráðherranum í París eru eiginkona hans Hallgerður Gunnarsdóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri og Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri.