Nýverið barst samgönguráðherra ályktun frá Samtökum ferðaþjónustunnar, þar sem samtökin fagna Íslandskynningu í París. Ályktunin er eftirfarandi:

„Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir ánægju sinni með þá glæsilegu Íslandskynningu sem staðið hefur í Frakklandi undanfarnar tvær vikur þar sem Ísland hefur verið kynnt á áberandi hátt út um alla París með auglýsingum í neðanjarðarlestum og á götum úti. Mikið hefur verið fjallað um Ísland og einstaka listviðburði í blöðum, sjónvarpi og útvarpi í Frakklandi.

Slíkar kynningar styrkja ímynd Íslands og eru ómetanlegar fyrir markaðssetningu ferðaþjónustunnar.“