Þann 1. júlí opnaði samgönguráðherra sýninguna ,,Scandinavian design beoynd the myth“.
Sýningin stendur yfir í Gent í Belgíu. Verkin eru eftir norrænna hönnuði og arkítekta sem Norræna ráðherranefndin stendur fyrir. Sýningin er afrakstur samvinnu og samstarfs helstu hönnunarsafna á Norðurlöndum.
,,Scandinavian design beyond the myth“ sýningin var fyrst opnuð í Berlín í nóvember í fyrra en hefur síðan þá verið á ferðalagi um hinar ýmsu borgir Evrópu við góðan orðstýr. Stefnt er að því að hún fari til borga eins og Búdapest, Glascow, Prag og Riga áður en henni lýkur haustið 2006 í Osló.
Sýningin hefur vakið athygli en hún spannar 50 ár aftur í tímann og er skemmtilegur/athyglisverður/glæsilegur vitnisburður um norræna nytjalist þar sem saman fara hönd í hönd hugmyndaauðgi og frábært handverk hagleiksfólks frá Norðurlöndum. Sérstaða norrænnar hönnunar kemur berlega í ljós í þeim munum sem til sýnis eru en þar er að finna húsgögn, fatnað, skartgripi og húsbúnað svo fátt eitt sé upp talið. Hreinar línur, einfaldleiki og góður efniviður er undirstaða norrænnar hönnunar og skapa henni þennan glæsileika sem er svo eftirsóttur af hönnuðum alls staðar úr veröldinni. Hlutur íslenskra hönnuða er verulegur og er ástæða til þess að vekja athygli á þeim verkum sem þar eru. Eftirfarandi Íslendingar taka þátt í sýningunni:
– Sveinn Kjarval,
– Jóhannes Jóhannesson,
– Einar Þorsteinn Ásgeirsson,
– Hörður Ágústsson,
– Pétur Lúthersson,
– Katrín Pétursdóttir,
– Margrét Adólfsdóttir,
– Sigurður Gústafsson,
– Ólafur Þórðarson,
– Sigurður Þorsteinsson,
– Tinna Gunnarsdóttir,
– Óli Jóhann Ásmundsson,
– Sigríður Sigurjónsdóttir,
– Karólína Einarsdóttir,
– Hjalti Karlsson,
– Gunnlaugur SE Briem,
– Björg Stefánsdóttir,
– Ragnheiður Jónsdóttir,
– Mannfred Vilhjálmsson,
– Guðmundur Oddur Magnússon og
– Bára og Hrafnhildur Hólmgeirsdætur.
Ég hvet alla þá sem eiga leið til Belgíu að gera sér ferð á sýninguna eða kynna sér hvar hún verður á næstu mánuðum og njóta þeirra „töfra og fegurðar sem sameinast í norrænni nútímahönnun“ svo notuð séu orð hins fræga finnska arkítekts og hönnuðar Alvar Alto.