Á laugardag tók Sturla Böðvarsson samgönguráðherra þátt í kjördæmaþætti í beinni útsendingu á RÚV ásamt efstu mönnum á lista í kjördæminu. Áberandi voru rangfærslur Jóns Bjarnasonar og Guðbjartar Hannessonar um vegamál en í máli samgönguráðherra koma skýrt fram að á árunum 2003 til 2008 hefur verið bætt um betur og framlög til vegamála aukin um tæpa tíu milljarða.
Á laugardag opnuðu sjálfstæðismenn í Ólafsvík glæsilega kosningaskrifstofu. Opnun kosningaskrifstofa markar upphafi í baráttunni á hverjum stað fyrir sig og greinilegt á myndum að menn eru tilbúnir í slaginn og komnir í stuð.