Í dag var Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra boðið til kynningar á söguskiltum sem hönnuð hafa verið með tilvísun í markverða atburði úr Gísla Sögu Súrssonar. Kynningin fór að sjálfsögðu fram í Víkingahringnum á Þingeyri. Söguskiltunum var stillt upp á Víkingasviðinu. Jafnframt kynnti Þórhallur Arason verkefnið ,,Víkingar á Vestfjörðum“ og almennt fyrirhuguðum aðgerðum í nánustu framtíð. Þrátt fyrir að það andaði köldu af hafi var mikill hugur í eldhugunum sem að verkefnunum standa.