Út er komin hjá Siglingastofnun Íslands Lækningabók sjófarenda. Útgáfa bókarinnar er þáttur í framkvæmd langtímaáætlunar í öryggismálum sjófarenda fyrir árin 2001-2003, sem samþykkt var á Alþingi hinn 19. maí 2001.
Bókin er bæði kennslu- og handbók og veitir greinargóðar upplýsingar í máli og myndum um rétt viðbrögð við afleiðingum slysa og sjúkdóma á sjó og meðhöndlun og flutning sjúkra og slasaðra. Bókin er sértaklega samin og sniðin að fjarlækningum og nútíma fjarskiptum af læknum með sérþekkingu á heilbrigðismálum sjómanna.
Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri afhenti Sturlu Böðvarssyni
samgönguráðherra fyrsta eintak bókarinnar