Fjölskylda
Sturla Böðvarsson er fæddur í Ólafsvík á Snæfellsnesi 23. nóvember 1945. Faðir hans var Böðvar Bjarnason frá Böðvarsholti í Staðarsveit, byggingameistari og byggingafulltrúi í Ólafsvík. Hann lést 1986. Móðir hans var Elínborg Ágústsdóttir frá Mávahlíð í Fróðárhreppi húsmóðir í Ólafsvík og síðar starfsmaður á barnaheimili Landspítalans Reykjavík. Hún lést vorið 2002.
Eiginkona hans er Hallgerður Gunnarsdóttur frá Hjarðarfelli, Miklaholtshreppi í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Brúðkaup þeirra var árið 1967 á vígsludegi Ólafsvíkurkirkju þann 19. nóvember og vorum þau fyrstu brúðhjónin sem voru gefin saman í kirkjunni. Hallgerður er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún er fulltrúi hjá Sýslumanninum í Kópavogi og starfsmaður Gjafsóknarnefndar.
Sturla og Hallgerður eiga fimm börn, fædd á árunum 1967 til 1992.
Gunnar, fæddur 1967. Stúdent frá MR, LLM frá Amsterdam School of International Relations, hæstaréttarlögmaður, meðeigandi og faglegur framkvæmdastjóri lögmannsþjónustunnar LOGOS. Sambýliskona hans er Guðrún Margrét Baldursdóttir lögfræðingur og eiga þau dótturina Borghildi, f. 1998.
Elínborg, fædd 1968. Stúdent frá MR. Hún hefur BA próf í heimspeki og embættispróf í guðfræði. Elínborg er sóknarprestur í Stafholti í Borgarfirði. Eiginmaður Elínborgar er Jón Ásgeir Sigurvinsson guðfræðingur, prestur og doktorsnemi við Háskólann í Freiburg í Þýskalandi. Þau eiga dótturina Hallgerði Kolbrúnu, f. 1997, soninn Sturlu, f. 2003 og soninn Kolbein Högna f. 2007.
Ásthildur, fædd 1974. Stúdent frá MR og með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Ásthildur er master i opinberri stjórnsýslu (MPA) frá PACE University í New York. Hún starfar nú sem verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands.
Böðvar, fæddur 1983. Stúdent frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla. Nemi í stjórnmála-og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Sambýliskona hans er Guðrún Tinna Ólafsdóttir, nemi við Háskóla Íslands, og eiga þau soninn Sturlu, f. 2008.
Sigríður Erla , fædd 1992 og er nemandi við Verzlunarskóla Íslands.
Menntun
Gagnfræðapróf frá Skógaskóla
Sveinspróf í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík
Raungreinadeildarpróf (stúdentspróf) frá frumgreinadeild Tækniskóla Íslands
B.Sc. próf í byggingatæknifræði frá Tækniskóla Íslands 1973.
Störf
Vann frá fermingaraldri við húsbyggingar hjá föður sínum í Ólafsvík
Vann við verkfræðistörf hjá VST hf í Reykjavík og Borgarnesi 1971-1974
Sveitarstjóri og bæjarstjóri í Stykkishólmi 1974-1991
Alþingismaður frá 1991
Ráðherra frá 1999-2007
Forseti Alþingis frá 2007
Þingstörf
Varaþingmaður Vesturlandskjördæmis í nokkra mánuði á árunum 1984 til 1987
Landskjörinn varaþingmaður janúar-febrúar 1987
Fyrsti þingmaður Vesturlandskjördæmis 1991-1995 og frá 1999
Annar þingmaður Vesturlandskjördæmis 1995-1999
Varaforseti Alþingis 1991-1995
Varaforseti Alþingis 1995-1999
Í fjárlaganefnd Alþingis 1991-1999
Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis 1992-1999
Í samgöngunefnd Alþingis 1991-1995
Formaður Sérnefndar Alþingis um fjárreiður ríkisins
Í Sérnefnd Alþingis um breytingar á stjórnskipunarlögum og kjördæmaskipan
Skipaður samgönguráðherra í þriðja ráðuneyti Davíðs Oddssonar 1999 – 2003
Skipaður samgönguráðherra í fjórða ráðuneyti Davíðs Oddssonar 2003 – 2007
Forseti Alþingis 2007-2009
Nefndir og stjórnir
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1967-1971
Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna 1970-1972
Stjórn kjaradeildar tæknifræðinga 1973-1974
Formaður byggingarnefnda elliheimilis, grunnskóla og íþróttahúss í
Stykkishólmi 1975-1991
Stjórn St.Franciskusspítalans og heilsugæslu í Stykkishólmi frá 1975.
Byggingarnefnd spítala St.Franciskusreglunnar í Stykkishólmi
Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga 1978-1990
Endurskoðunarnefnd sveitarstjórnarlaga 1980-1983
Stjórn Hótel Stykkishólms 1980-1995
Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Snæfellsnesi 1981-1983
Formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 1981-1982
Formaður stjórnar Landshafnarinnar í Rifi á Snæfellsnesi 1984-1990
Hafnaráð ríkisins 1986-1999
Stjórn Flóabátsins Baldurs hf 1987-1990 og í byggingarnefnd Breiðafjarðarferju
Húsafriðunarnefnd ríkisins 1987-1995
Formaður Hafnasambands sveitarfélaga 1988-1994
Formaður Héraðsnefndar Snæfellinga 1989-1991
Í bæjarstjórn Stykkishólms 1990-1994
Stjórn Íslenska járnblendifélagsins 1992-1998
Formaður Þjóðminjaráðs 1994-1998
Formaður byggingarnefndar Þjóðminjasafnsins 1994-1998
Formaður undirbúningsnefndar um stofnun þjóðgarðs á Snæfellsnesi
Stjórn Landsvirkjunar 1995-1997
Í Norðurlandaráði 1995-1999
Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins síðan 1995
Stjórn Rarik 1997-1999
Menntun
Gagnfræðapróf frá Skógaskóla
Sveinspróf í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík
Raungreinadeildarpróf (stúdentspróf) frá frumgreinadeild Tækniskóla Íslands
B.Sc. próf í byggingatæknifræði frá Tækniskóla Íslands 1973.
Störf
Vann frá fermingaraldri við húsbyggingar hjá föður sínum í Ólafsvík
Vann við verkfræðistörf hjá VST hf í Reykjavík og Borgarnesi 1971-1974
Sveitarstjóri og bæjarstjóri í Stykkishólmi 1974-1991
Alþingismaður frá 1991
Ráðherra frá 1999
Þingstörf
Varaþingmaður Vesturlandskjördæmis í nokkra mánuði á árunum 1984 til 1987
Landskjörinn varaþingmaður janúar-febrúar 1987
Fyrsti þingmaður Vesturlandskjördæmis 1991-1995 og frá 1999
Annar þingmaður Vesturlandskjördæmis 1995-1999
Varaforseti Alþingis 1991-1995
Varaforseti Alþingis 1995-1999
Í fjárlaganefnd Alþingis 1991-1999
Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis 1992-1999
Í samgöngunefnd Alþingis 1991-1995
Formaður Sérnefndar Alþingis um fjárreiður ríkisins
Í Sérnefnd Alþingis um breytingar á stjórnskipunarlögum og kjördæmaskipan
Skipaður samgönguráðherra í þriðja ráðuneyti Davíðs Oddssonar 1999 – 2003
Skipaður samgönguráðherra í fjórða ráðuneyti Davíðs Oddssonar 2003 – 2007
Forseti Alþingis 2007 –
Nefndir og stjórnir
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1967-1971
Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna 1970-1972
Stjórn kjaradeildar tæknifræðinga 1973-1974
Formaður byggingarnefnda elliheimilis, grunnskóla og íþróttahúss í
Stykkishólmi 1975-1991
Stjórn St.Franciskusspítalans og heilsugæslu í Stykkishólmi frá 1975. Í leyfi síðan 1999
Byggingarnefnd spítala St.Franciskusreglunnar í Stykkishólmi
Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga 1978-1990
Endurskoðunarnefnd sveitarstjórnarlaga 1980-1983
Stjórn Hótel Stykkishólms 1980-1995
Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Snæfellsnesi 1981-1983
Formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 1981-1982
Formaður stjórnar Landshafnarinnar í Rifi á Snæfellsnesi 1984-1990
Hafnaráð ríkisins 1986-1999
Stjórn Flóabátsins Baldurs hf 1987-1990 og í byggingarnefnd Breiðafjarðarferju
Húsafriðunarnefnd ríkisins 1987-1995
Formaður Hafnasambands sveitarfélaga 1988-1994
Formaður Héraðsnefndar Snæfellinga 1989-1991
Í bæjarstjórn Stykkishólms 1990-1994
Stjórn Íslenska járnblendifélagsins 1992-1998
Formaður Þjóðminjaráðs 1994-1998
Formaður byggingarnefndar Þjóðminjasafnsins 1994-1998
Formaður undirbúningsnefndar um stofnun þjóðgarðs á Snæfellsnesi
Stjórn Landsvirkjunar 1995-1997
Í Norðurlandaráði 1995-1999
Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins síðan 1995
Stjórn Rarik 1997-1999