Farskiptasjóður og Síminn hf. skrifuðu í dag, 12. janúar, undir samkomulag um að Síminn taki að sér verkefni við uppbyggingu GSM-farsímanetsins. Þrjú tilboð bárust í lokuðu útboði að undangengnu forvali, tvö frá Símanum hf., annað uppá 598 milljónir króna og frávikstilboð uppá 535 milljónir, og eitt frá Og fjarskiptum ehf. uppá 669 milljónir.
Meðal markmiða í fjarskiptaáætlun 2005 til 2010 er að þétta GSM farsímanetið, að það verði aðgengilegt á Hringveginum, öðrum helstu stofnvegum og helstu ferðamannasvæðum landsins. Ákveðið var að viðhafa tvö útboð og er gengið til samninga nú vegna fyrra útboðsins en stefnt er að útboði vegna síðari hluta verkefnisins á fyrri hluta þessa árs.