Póst- og fjarskiptastofnun hefur tilkynnt Símanum að heimild verði nýtt til að fresta lokun NMT-kerfisins til 31. desember 2008.

Ákvörðunin byggir meðal annars á umsögnum sem bárust við umræðuskjali sem Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) birti þann 24. október um framtíðarnotkun NMT-450 tíðnisviðsins á Íslandi.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu PFS.