Halldór S. Kristjánsson, staðgengill ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytis, hefur verið settur ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu frá og með 1. janúar n.k. til allt að sex mánaða en Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri, hefur fengið leyfi frá störfum til sama tíma. Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri, mun á sama tímabili gegna stöðu staðgengils ráðuneytisstjóra.

Þá hefur Unnur Gunnarsdóttir, lögfræðingur, verið settur skrifstofustjóri á skrifstofu ráðherra og ferðamála og Ólafur Hilmar Sverrisson, viðskiptafræðingur, verið settur skrifstofustjóri á skrifstofu fjármála og póstmála.