Samgönguráðherra ásamt fulltrúum samtaka sveitarfélaga á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra þeim Önnu G. Edvardsdóttir og Adolfi Berndsen, undirrituðu menningarsamninga við Vestfirði og Norðurland vestra í dag. Athöfnin fór fram á Stað í Hrútafirði að viðstöddum fjölmennum hópi sveitarstjórnarmanna og menningarfrömuða. Ráðherra fagnaði því að runnin væri upp sá dagur að menningarsamningar við Vestfirði og Norðurland vesta væru orðnir að veruleika, ,,samningarnir sem nú eru undirritaðir, munu undir stjórn heimamanna, taka við því hlutverki að styrkja einstök menningarverkefni á svæðunum í samræmi við þá framtíðarstefnu sem mótuð hefur verið af sveitarfélögunum sjálfum”. Menntamálaráðherra bað fyrir kveðjur en hún gat því miður ekki verið viðstödd athöfnina.