Sturla Böðvarsson hitti ferðamálaráðherra Kína Hr. Shao Qiwei á fundi í Kunming í gær.
Á fundinum, sem haldinn var í tengslum við stærstu ferðakaupstefnu í Asíu, lögðu ráðherrarnir áherslu á að efla þyrfti frekar grunn að samskiptum þjóðanna á sviði ferðamála. Þá ræddu ráðherrarnir möguleg skipti sérfræðinga í ferðaþjónustu á milli landanna. Ferðaþjónustu á Íslandi stæði þannig til boða að fá kynningu frá kínverskum ferðamálasérfræðingum um hvernig best skuli staðið að móttöku ferðamanna frá Kína. Hr. Shao Qiwei sagði gríðarleg tækifæri felast í auknum fjölda ferðamanna frá Kína fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi.
Fund ráðherranna sátu Eiður Guðnason sendiherra, fulltrúar Icelandair og Avion Group auk flugmálastjóra, ferðamálastjóra og embættismanna úr samgönguráðuneytinu.
Sturla Böðvarsson og Hr. Shao Qiwei |