Ég vil færa þeim sem sóttu mig heim á afmælinu mínu innilegar þakkir. Sömuleiðis vil ég þakka fyrir þær gjafir sem mér voru færðar og fyrir kveðjur og árnaðaróskir sem mér bárust víðs vegar að.

Vinátta ykkar skiptir mig miklu og get ég ekki annað en hlakkað til næstu góðu stundar með ykkur. Vonandi verður þess ekki langt að bíða.

Sturla Böðvarsson