Á fundi forsætisnefndar, 14. janúar sl. var samþykkt að tillögu forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssonar, að fella niður á þessu ári í sparnaðarskyni hefðbundnar móttökur sem þingforseti stendur fyrir á vegum Alþingis, þar á meðal móttöku fyrir þingmenn og forseta Íslands (þingveislu), fyrir starfsmenn, erlenda sendiherra og heiðurslistamenn Alþingis.