Lesendum heimasíðunnar er bent á að reglulega eru settar inn myndir í „Myndaalbúmið“. Að undaförnu hafa verið að bætast við myndir á undirsíðurnar „Kosningabaráttan“ og „Aðrar myndir“. Síðast voru settar inn myndir í tilefni af dagskrá sem var við Hraunfossa og af opnun kosningaskrifstofu sjálfstæðismanna í Stykkishólmi.

Á aðalsíðunni hefur bæst við hlekkurinn „Landið allt“ en þar hafa verið settar inn ýmsar tölfræðilegar upplýsingar í tengslum við samgöngu- og upplýsingamál. Á næstu dögum koma til með að bætast við fleiri upplýsingar.