Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra í samráði við LÍÚ og fyrirtækið Víking bjögunarbúnað ehf kynnti neyðaröndunartæki sem ætlunin er að komið verði fyrir um borð í íslenskum fiskiskipum. LÍÚ hefur haft frumkvæði að því að félagsmenn kaupi neyðaröndunartækin fyrir skip sín. Umrætt neyðaröndundunartæki er ætlað til að skipverjar geti forðað sér örugglega úr vistarverum eða öðrum rýmum ef þau fyllast af reyk. Samgönguráðherra þakkaði hlutaðeigandi framtakið og frumkvæðið við að auka öryggi íslenskra sjómanna.