Á aðalfundi Ferðamálasamtaka Íslands sem haldinn var 21. nóvember síðastliðinn komu fram eftirfarandi staðreyndir hjá ferðamálastjóra:

– Gistinóttum á hótelum og gistiheimilum hefur fjölgað um tæp 8% fyrstu átta mánuði þessa árs miðað við 2002.

– Hlutfallsleg skipting allra gistinátta á árinu 2002 skiptist þannig:
Höfuðborg: 38% og landsbyggð: 62%.

– Hlutfallsleg skipting allra gistinátta á árinu 2002 eftir því hvort um var að ræða landsbyggð eða höfuðborg: Höfuðborg: 20% af sumri 80% af vetri en landsbyggð: 80% af sumri og 20 % af vetri.

– Erlendum gestum hefur fjölgað um 13,3% miðað við sama tíma í fyrra.

Í kjölfar 11. september

– Í október 2001 var unnin aðgerðaráætlun samgönguráðuneytisins og atvinnugreinarinnar.
– Brugðist var við aðstæðum til að verja árangur undanfarinna ára meðan flestar aðrar þjóðir hikuðu.
– Samgönguráðuneytið hefur varið 450 milljónum til markaðssamstarfs með greininni á þessum 24 mánuðum umfram hefðbundnar markaðsaðgerðir.

Árangur aðgerðaráætlunar

– Svo virðist sem tekist hafi að verja góðan árangur ferðaþjónustunnar.
– Árangur meiri hér en í nágrannalöndunum.
– Ákvarðanir samgönguráðuneytisins og greinarinnar um aðgerðir og aðferðafræði til varnar aðstæðum voru því réttar.

Á árinu 2004

– 660 milljónir á fjárlögum fara beint til ferðaþjónustu.
– Þar af mætti nefna 320 milljónir til markaðssóknar í íslenskri ferðaþjónustu.
– 60,4 milljónir í markaðssetningu Íslands í Norður-Ameríku.
– 16,5 milljónir í gestastofur og söfn.