Hér má sjá atvinnuvegaskiptingu í Norðvesturkjördæmi. Ársverkin eru flest í þjónustu eða 3800, en fæst undir liðnum bankar og fleira, 653 ársverk. Upplýsingarnar eru frá 1997.
Heimild: Byggðastofnun.
Meðaltekjur á ársgrundvelli í Norðvesturkjördæmi eru hér miðaðar við allt landið. Í fiskvinnslu og byggingum er kjördæmið með sömu meðaltalstekjur og allt landið, en í öðrum störfum eru tekjurnar aðeins undir meðallagi. Í hinu nýja kjördæmi voru hæstar meðaltekjur í fiskveiðum 3,283 m. kr. en lægstar meðaltekjur í landbúnaði 718 þúsund. Upplýsingarnar eru frá 1997.
Bláa línan sýnir meðaltekjur í Norðvesturkjördæmi, en bleika línan sýnir meðaltekjur yfir landið allt.
Heimild: Byggðastofnun.
Árið 2001 var atvinnuleysi á öllu landinu töluvert lægra heldur en árið 1995. Í Norðurlandskjördæmi vestra minnkaði það úr 5,2% í 1,5% og í Vesturlandskjördæmi minnkað það úr 3,7% í 0,9%. Atvinnuleysi á Vestfjörðum hefur undanfarin ár verið töluvert lægra heldur en í hinum kjördæmunum tveimur en atvinnuleysi á Vestfjörðum minnkað einnig á þessum tíma, eða úr 1,8% í 1,2%.
Græna súlan sýnir atvinnuleysi árið 1990, rauða súlan árið 1995 og bláa súlan árið 2001.
Heimild: Vinnumálastofnun.