Fækkun einbreiðra brúa
Á undanförnum árum hafa stjórnvöld í vaxandi mæli lagt áherslu á umferðaröryggi og er fækkun einbreiðra brúa einn liður í því. Einbreiðum brúm hefur fækkað töluvert í seinni tíð, eða um 218 á tímabilinu frá 1991–2002. Brýr hafa ýmist verið breikkaðar, endurbyggðar eða sett hafa verið stálrör í stað brúa. Eins og sjá má á töflunni hér að neðan hefur brúm í Norðvesturkjördæmi, þ.e. Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Vestfjörðum fækkað samtals um 97 á þessu tímabili.