Vegakerfið hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum, en töluvert er í land til þess að það fullnægji þörfum þjóðfélagsins. Bundið slitlag er lagt á nýja vegi og gamlir vegir eru endurnýjaðir. Súluritið hér að neðan sýnir bundið slitlag sem lagt hefur verið á vegi sem hafa verið án bundins slitlags.

Græni liturinn sýnir bundið slitlag í kílómetrum sem lagt hefur verið á vegum á öllu landinu á viðkomandi tímabili og blái liturinn sýnir bundið slitlag sem lagt hefur verið á vegum í Norðvesturkjördæmi.

Heimild: Vegagerðin.

Samkvæmt brúarskrá hefur einbreiðmum brúm fækkað um 97 í Norðvesturkjördæmi 1991-2002.  Brýr hafa ýmist verið breikkaðar, endurbyggðar eða stálrör sett í þeirra stað.

Græni liturinn sýnir tímabilið 1991-1994, rauði 1995-1998, blái 1999-2002 og guli allt tímabilið eða 1991-2002 á viðkomandi svæðum.

Heimild: Vegagerðin.

Á árinu 2002 voru fjárveitingar til stofn- og tengivega á landinu öllu 4.491 m. kr. en í Norðvesturkjördæmi nam sú upphæð 1.340 m. kr.  Tölurnar sem liggja að baki línuritsins hér fyrir neðan eru á verðlagi 2002.

Rauða línan sýnir fjárveitingar til stofn- og tengivega á landinu öllu og bláa línan sýnir fjárveitingar til Norðvesturkjördæmis.

 Heimild: Vegagerðin.

 Athugið að  framlög til landsvega og safnvega eru ekki talin með.