Í gær var samgönguráðherra viðstaddur opnun nýrrar flugstöðvar á Bakka í Landeyjum.

Farþegum hefur fjölgað mikið á Bakkaflugvelli á undanförnum árum. Þegar gamla flugstöðin var byggð fóru 15 þúsund farþegar um flugvöllinn á ári. Á þessu ári er hins vegar reiknað með að farþegar verði um 30 þúsund. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hefur farþegum fjölgað um 22% miðað við sama tímabil í fyrra til samanburðar má nefna að fjölgun farþega á öðrum flugvöllum er að meðaltali 2,5%.

SG verktakar eiga heiðurinn af byggingu flugstöðvarinnar, en þeir voru með lægsta tilboðið, upp á 37 milljónir króna.