Samgönguráðherra hefur skipað sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka frekar flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst 2000.  Nefndin er skipuð frá og með 5. nóvember 2002.

Nefndina skipa Sigurður Líndal, lagaprófessor, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Kjartan Norðdahl, flugstjóri og lögfræðingur, Birger Andreas Bull, ráðgjafi frá Noregi, Søren Flensted, eftirlitsmaður frá Danmörku og Ronald L. Schleede, ráðgjafi frá Bandaríkjunum.