Samgönguráðherra opnar formlega síðdegis í dag nýja Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands ehf. Við sama tækifæri mun ráðherra vera við undirritun samstarfssamnings um tölvukaup og tækniaðstoð á milli Ferðamálasamtaka Íslands og Tæknivals.

Upplýsinga- og kynningarmiðstöðin er í húsnæði Framköllunarþjónustunnar við Brúartorg í Borgarnesi. Athöfnin hefst kl. 14.00.